Skoða

Daim sörur

Uppskrift:


2 stk. eggjahvítur
2 dl Dansukker-sykur
¼ tsk. lyftiduft
50 g fínkurlað Daim

Aðferð:

Eggjahvítur stífþeyttar. Sykur settur út í og hrært vel. Daim og lyftiduft hrært varlega saman við með sleif. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. Bakað við 160°C í 8-10 mín.

Krem:

2 stk. eggjarauður
2 msk. síróp
100 g smjör (linað)
30 g fínkurlað Daim
½ msk. kakómalt

Aðferð:

Eggjarauður og síróp hrært vel saman. Smjörið er linað og hrært saman við og að lokum Daim og kakómalt. Sett á hverja köku og sett í frysti. Þegar þetta er orðið frosið eru kökurnar hjúpaðar með súkkulaði. Gott að geyma í frysti og bera frosið fram.

Hjúpur:
200 g rjómasúkkulaði

1 tsk. plöntufeiti

Brætt saman yfir vatnsbaði til að hjúpa kökurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts