4 stk eggjahvítur
5 dl Dan Sukker flórsykur
100 g möndlur
100 g hesilhnetur
Aðferð:
Eggjahvítur stífþeyttar. Flórsykur settur út í og hrært vel saman. Möndlur og hesilhnetur blandað varlega saman við. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið. Bakað við 175°C í 10 mín. Krem sett á hverja köku og kælið eða frystið. Hjúpið síðan með súkkulaðihjúp. Best að geyma þessar kökur í frysti. C.a. 50 kökur.
Krem:
130 g sykur
1 dl vatn
4 stk eggjarauður
2 msk neskvikk kakómalt
250 g smjör
Aðferð:
Sykur og vatn soðið saman þar til það þykknar og verður eins og síróp.Eggjarauður þeyttar og hellið sírópinu í mjórri bunu og þeytið vel. Kælið og bætið mjúku smjörinu út í og hrærið vel. Kakómaltið sett saman við. Kælið áður en kremið er sett á kökurnar.
Hjúpur:
150 g Rjómasúkkulaði eða hjúpsúkkulaði