Skoða

Mömmukökur (hnoðað

Mömmukökur

Mömmukökur

Uppskrift fyrir 40 hringi

4 dl Kornax hveiti

3/4 dl Dan Sukker  sykur

40 g smjör

1 stk egg

1 dl síróp

Aðferð:

Þurrefnunum blandað saman og smjörlíkinu bætt út í smáklípum. Hnoðað varlega saman . Egginu bætt út í deigið. Sírópinu er bætt út í deigið og allt hnoðað vel saman. Fletjið deigið frekar þunnt út og skerið út með hringjamóti. Kökurnar eru settar ár bökunarpappír á plötu . Bakað við 160°C  í 6-8 mínútur eða þar til þær eru ljósbrúnar. Kælt áður en kremið er sett á milli.

Ef þið hafið ekki tíma til að baka kökurnar er vel hægt að nota piparkökur og setja krem á milli þeirra.

Krem:

125 g smjör

125 g Dan Sukker flórsykur

1 eggjarauða

1 tsk vanilludropar eða piparmyntudropar.

Aðferð:

Öllu hrært vel saman þar til kremið er orðið ljósgult og létt. Leggið kökurnar saman tvær og tvær  með kreminu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts