Skoða

Ný sykurmassauppskrift

Nú er sko gaman, komin með nýja uppskrift sem er algjört æði.  Þessa verðið þið að prófa.


Uppskrift:

225 g Haribo sykurpúðar (þeir eru einfaldlega bestir)

1 msk vatn

1/8 tsk salt

1/8 tsk sítrónu Extract

1/8 -1/4 tsk vanillu Extract

1 msk glúkósi

450 g flórsykur

50 g Crisco feiti (notað til að smyrja áhöld og hendur) líka hægt að nota palmínfeiti

Aðferð:

Sykurpúðarnir hitaðir í ca. 3-4 mínútur ásamt 1 msk af vatni, hrært í skálinni á ca. 30 sek fresti.  Þegar púðarnir eru alveg bræddir þá er restinni af hráefnunum blandað saman við en þó aðeins helmingnum af flórsykrinum.  Hrært vel saman. Muna að nota Crisco feiti til að smyrja hendur og áhöld.

Borðflöturinn smurður og restinni af flórsykrinum sett ofan á og að lokum restin úr skálinni.

Hnoða massann vel, mjög gott að venja sig að setja flórsykurinn í miðjuna á massanum og þrýsta og hnoða og hnoða og hnoða og hnoða.  Frábær æfing fyrir upphandlegsvöðvana.

 

 

 

 

1 comment
  1. Sæl, er þessi uppskrift best til að fletja út á fermingarterturnar ?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts