Skoða

Rjómaterta

IMG_5969

Fátt betra en gamaldags rjómaterta og enn skemmtilegra að leika sér með grunninn sem gerir rjómatertu að því sem hún er.

Uppskrift: 

2 svamptertubotnar
1 marengsbotn
1 lítil dós perur
3 dl rjómi
1 stk epli
1 pk súkkulaði búðingur Jell-o
1 glas mjólk
rjómi til að skreyta með c.a. 3/4 l

Aðferð:
1. Svamptertubotn
2. Örítill perusafi yfir botninn og perur brytjaðar í litla bita og dreift yfir botninn.
3. Rjómi þeyttur. Taka smá rjóma frá til að setja í súkkulaðibúðinginn. Mulin marengsbotn ásamt niðurbrytjuðu epli bætt út í.
4. Marengsblöndunni dreift yfir botninn
5. Súkkulaði Jell-o búðingur settur saman við mjólk og þeytt þeytt vel saman í smá stund. Þeyttum afgangasrjómanum blandað varlega saman við.
6. Súkkulaðibúðingnum dreift yfir marengsblönduna.
7. Seinni svampbotninn settur yfir.
8. Rjómi þeyttur til að skreyta með.
9. Kakan smurð með rjóma og restinni síðan sprautað með 1M eða 2D stút.

IMG_5830

IMG_5838

 

Related Posts