Skoða

Dásamleg veislumarengs

Þessi dásamlega marengsterta hentar vel í stórveislur fyrir þá sem vilja ekki hefðbundna rjómatertu  með marsípani eða sykurmassa. 

Ég er mikil marengskona, bæði elska ég að baka marengs og að borða þannig tertur.

Kosturinn við marengstertur er að þær eru fljótgerðar, þ.e. ef maður á tilbúna marengsbotna og síðan finnst mér svo margt passa á milli en þannig er hægt að leika sér með hin ýmsu hráefni.

Ég nota alltaf sömu uppskriftina í botninn sem er þessi:

Grunn marengsuppskrift: (tvær ofnskúffur)

8 stk eggjahvítur

400 gr Dan Sukker sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

Aðferð: Þeytið eggjahvíturnar, blandið sykrinum smám saman við og hrærið þar til þetta er orðið stífþeytt. Lyftiduftinu er blandað varlega saman við. Setjið blönduna á plötu með sleikju eða sprautupoka og bakið í ca. 1 1/2 klst við 130 ° C blástur.

Rjómafylling:

1  líter rjómi

2  epli brytjað í smáa bita

1 poki Karamellukúlur frá Nóa Síríus

Ég sprautaði marengsblöndunni með sprautupoka og stútnum 1M frá Wilton.  Byrja í miðjunni á hverri rós og sprauta í hringi þannig að rós myndast.

Langaði að prófa eitthvað nýtt og spreyjaði marengsinn með bleiku borðanlegu perluspreyi, kom rosalega vel út.

9 comments
  1. Ein spurning.. Er eitthvert bragð af þessu spreyi ? finnst þetta algjör snilld og langar að hafa svona í afmælisveislunni hjá dóttur minni ! 😀

  2. Glæsileg þessi :o) Ætli það sé hægt að nota matarlit í staðin fyrir spreyið? En hvar fær maður annars svona sprey?

  3. Það er ekki bragð af spreyinu en maður finnur smá vanillulykt þegar maður spreyjar því. Ef ætlunin er að lita marengsinn og ekkert sprey nálægt þá er best að nota matarlitaduft til að bæta útí blönduna. Matarlitur með vökva virkar ekki eins vel. Um að gera að prófa sig áfram.

  4. Er búin að prófa þessa, hún sló algjörlega í gegn,öllum fannst hún svo fersk sennilega gera eplin það.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts