Marsipan er hráefni sem flestir kannast við. Oft nefnt í sambandi við fínar veislutertur og konfektmola.
Hvernig væri að brjótast út úr vananum og prófa að nota marsipan í hinar ýmsu kræsingar?
Það er gaman að segja frá því að það er hægt að nota marsipan í allt mögulegt. Við hjá mömmur.is erum búnar að prófa okkur áfram með Odense marsipan og kemur það vel út í hinum ýmsu uppskriftum. Kosturinn við marsipanið er að það gefur gott bragð í kræsingarnar og er mjög auðvelt í notkun.