Skoða

Disney kökukeppni

Gaman, gaman, gaman…

Það er fátt skemmtilegra heldur en þegar efnt er til kökuskreytingarkeppni.

Um þessar mundir er Disneyklubburinn að auglýsa kökukeppni sem fram fer í Smárlind dagana 17. – 18. nóvember.  Þemað eru teiknimyndafígúrur disney.
Ekkert smá flott þema sem býður upp á mikla mögleika. Vel hægt að missa sig í sköpunargleðinni.

Við hjá mömmur.is hvetjum alla þá sem hafa á áhuga á kökuskreytingum að slá til og taka þátt tí keppninni.
Hér eru hugmyndir sem við höfum gert í gegnum árin, hver veit nema myndirnar gefi ykkur hugmynd að köku.

Er alltaf jafn hrifin af þessari hugmynd, svo einföld er krúttlegheitin láta ekki á sér standa.

Bósi stendur allaf fyrir sínu, þessa köku gerði ég fyrir yngri strákinn minn þegar hann var 3ja ára.

Disney barbie eru alltaf jafn tignarlegar, hægt að skreyta á margvíslegan hátt.

Og fleiri prinessur…

Skellibjalla er svo töfrandi, algjört æði að gera eina svona.

Hér kemur ein einföld og fín, hægt að gera alls konar kökur.

Hér kemur ein af þeim fyrstu kökum sem við gerðum, sprautuð með smjörkremi. Carskökur klikka ekki!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts