Skoða

Kóngabráð (royal icing)

Uppskrift með eggjum:

2 eggjahvítur

2 tsk sítrónusafi

2 tsk cream of tartar

330 g  Dan Sukker flórsykur

Aðferð:

Eggjahvíturnar eru þeyttar ásamt sítrónusafanum.  Flórsykrinum og cream of tartar er bætt við og hrært áfram. Það þarf að nota kóngabráðina um leið þar sem hún harðnar fljótt. Annars þarf að setja hana í loftþétt ílát. Það er mjög gott að setja plastfilmu yfir ílátið sem kóngabráðin er í  þegar unnið er með hana.

Uppskrift með eggjahvítudufti:

Eggjahvítuduft hefur fengist í verslunum hér á landi.

3 msk eggjahvítuduft (Meringue powder)

500 g Dan Sukker flórsykur

6 msk vatn

½ tsk sítrónusafi

Aðferð:

Blandið vatni, sítrónusafa og eggjahvítuduftinu  saman og þeytið vel saman.  Sigtið flórsykurinn og þeytið áfram þar til blandan er orðin nokkuð stíf.

Til að fá skemmtilega liti á glassúrinn er matarlitur settur út í.

2 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts