Skoða

Smarties smákökur

Smartieskökur (eru mjög líkar Subway smákökum)

Það er ekkert betra á góðum degi en að baka súkkulaðibitakökur, borða þær síðan með ískaldri mjólk.

Ég söðlaði um netið í leit að girnilegustu uppskriftinni.

Ég prófaði nokkrar uppskriftir en tvær stóðu upp úr þegar búið var að baka þær.

Það sem þarf að passa upp á með súkkulaðibitakökur er að baka þær ekki of lengi. Þær eiga í raun að líta út eins og hálf bakaðar þegar þær eru teknar út. Þær harðna eftir að þær eru teknar út.

Þessar tvær uppskriftir eru sagðar vera eins og hinar frægu Subway smákökur þrátt fyrir að vera með ólíkt innihald.
Uppskrift:

  • 1 b mjúkt ósaltað smjör (einnig gott að setja smjör og smjörlíki til helminga)
  • 1/2 b ljós Dan Sukker  púðursykur
  • 1/2 b dökkur Dan Sukker  púðursykur
  • 1 bolli Dan Sukker sykur
  • 1 msk vanilludropar eða vanillusykur
  • 1 egg
  • 1 tsk matarsódi
  • ¾ salt
  • 2 3/4 bollar  Kornax hveiti
  • 2 bollar  smarties eða annað sem þið viljið setja í kökurnar.


Aðferð:

Blandið smjöri , sykri og  púðursykri saman og hrærið vel. Hrærið eggi og vanilludropum útí og síðan þurrefnunum. Geymið í kæli í 1 klst fyrir notkun.
Hitið ofninn í 180 ° hita og bakið kökurnar þar til brúnirnar eru orðnar brúnar  eða í  ca. 8-10 mínútur. Ekki láta þér bregða þótt kökurnar virðast óbakaðar. Ef þið bakið of lengi þá er hætt við að kökurnar verði of harðar.  Geymið kökurnar á bökurnargrind þar til þær eru orðnar kaldar.

2 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts