Skoða

Pipar perlukökur

 

IMG_5456

Yndislegt að prófa eitthvað nýtt.

Að þessu sinni var tilraun gerð með pipar perlukúlur. Útkoman kom skemmtilega á óvart.

Góð viðbót við alla smákökuflóruna.

 

Uppskrift ca. 40 stk 

2 eggjahvítur

125 g sykur

60 g pipar perlur frá Nóa Síríus

Til að hjúpa undir kökurnar

100 g rjómasúkkulaði

Aðferð: 

Pipar perlukúlurnar eru skornar í 4 bita og síðan muldar smátt í matvinnsluvél.  Eggjahvítur og sykur sett í skál og hitað yfir vatnsbaði og hrært í þar til blandan er orðin ylvolg. Eggjahvítulblandan er síðan sett í hrærivélaskál og þeytt þar til deigið verður nokkuð stíft, þá er pipar perlumylsnunni blandað varlega saman við. Deigið sett með teskeið á bökunarpappír og bakað við 120 gráður í ca. 55 mínútur.  Kökurnar eru kældar og hjúpaðar með bræddu súkklaði á botninum.

IMG_5436

IMG_5434

2 comments
  1. Rosalega spennandi uppskrift, en hversvegna hitiði eggjahvíturnar frekar en að stífþeyta þær bara beint?

  2. Gama að heyra. Við vorum að prófa svissnesku aðferðina við marengsgerð en þar eru eggjahvítur og sykur hitað undir vatnsbaði. Vel hægt að þeyta blönduna eins og við erum vön að gera.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts