Skoða

Fermingarkökur – strákar

 

Fermingarkökur fyrir stráka eru svipaðar stelpukökunum.  Einkennast oftar en ekki af áhugamálun drengjanna, fótbolti, tölvur/tæki, tónlist  er mjög vinsælt.

Litirnir eru allavega þó Blár – Lime grænn og hvítur séu þar algengastir. Margir velja líka rauðan þar sem han tengist fóboltaliði viðkomandi.  Síðan er alltaf gaman að blanda silfurlituðum saman við.

Mér finnst alltaf gaman að nota munsturmottur og henta þá hringjamotturnar best, tvær tegundir til.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að góðu gangi við gerð fermingartertunnar.

Þessi er einföld í framkvæmd, stílhrein og kemur mjög vel út á fermingarborðinu.  Vakti mikla lukku.  Fígúran á kökunni gerir mikið fyrir kökuna.

Skrautskriftarstafir eru notaðir til að skrifa nafnið.

Það er ýmislegt hægt að gera með fóboltamótum. Sílikonmótin er þar vinsælust en með þeim er hægt að gera skraut á sjálfa kökuna, búa til borðskraut og gera skraut á kransakökuna.

þessi gerð hefur verið vinsæl, hægt að aðlaga að hvaða liði sem er.  Fóboltinn sem kemur upp úr kökunni er bakaður sér og settur eftir á á kökuna.

Alltaf gaman að gera öðruvísi kökur, þessi höfður vel til þeirra sem elska tölvur.

Hér eru hefðbundn stafamót notuð til að skera út stafina.

Patchwork fóboltaskera má líka nota sem styttur á kökurnar, algjör snilld.

1 comment
  1. ertu einhversstaðar með uppskrift af þessum súkkulaðikökum & kreminu ? finn það hvergi

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts