Skoða

Brjóstsykursgerð

Fyrir um 1 og 1/2 ári kynntist ég brjóstsykursgerð. Þá hefði ekki hvarlað að mér að ég gæti auðveldlega búið til minn eigin brjóstsykur og hvað þá svo bragðgóðan sem raun ber vitni.

Síðan þá hef ég margoft lagt í brjóstsykursblöndur, haldið nokkur námskeið og nota þessa þekkingu mína til að kenna nemendum í skólanum sem ég er kennari við,brjóstsykursgerð .  Krakkarnir hafa alltaf jafn gaman að brjóstsykursgerðinni enda er brjóstsykur svo góður!

Við fjölskyldan gerum brjóstsykur okkur til skemmtunar en skemmtilegar samveru stundir myndast með gerðinni.  Ekki er verra þegar maður fær síðan að  bragða á afrakstrinum.

Þegar farið er út í brjóstsykursgerð er gott að vera með ákveðin grunnáhöld:

Járnpott (alls ekki tefflonhúðaða eða stál)

Digital hitamælir eða glerhitamælir  (Mæli frekar með digital, nákvæmur og öruggur en kostar aðeins meira)

Stóra Hitaþolnamottu en mér finnst hún öruggari en að nota margnota bökunarpappír (en hann getur runnið til en sílikonmottan gerir það ekki)

Hitaþolnar sköfur (ég nota sílikonsköfur)  Sköfurnar eru notaðar til að kæla blönduna jafnt og blanda saman hráefnum

Lítið Sigti: notað þegar þú þarft að setja hvítt matarlitaduft í blönduna

Mæliskeiðar og desílítramál

Sprautur eða dropateljara  (til að mæla litar-og bragðefni)

Skæri til að klippa brjóstsykurinn í mola.

Pensill til að smyrja olíunni á mottur og skæri

Ef búa á til sleikjó er nauðsynlegt að vera með sleikjóprik

Þeir sem vilja bera fram eða gefa brjóstsykurinn sem gjöf geta keypt sérstaka poka til að setja afraksturinn í.

Grunnuppskrift að brjóstsykursblöndu (tekið skal fram að ég fékk upskriftina hjá nammilandi) 

Hráefnin eiga að fara í járnpott í eftirfarandi röð:

1 dl vatn

450 g Dan Sukker sykur

125 g þrúgusykur

 Til að búa til jaðarberjabrjóstsykur þarf að auki:

Í þessari röð:

2 tsk sítrónusýru

1,5 ml rauður matarlitur

2 ml jarðarberjabragðefni

 VARÚÐ: Brjóstsykursblanda er skaðlega heit ef ekki er rétt staðið að vinnslunni á blöndunni. Börn eiga með engum kringumstæðum að vinna með heita sykurblöndu og því ráðlagt að fullorðinn framkvæmi brjóstsykursgerðina en leyfi þá börnunum að klippa molana þegar blandan er orðin hæfileg til að hægt sé að vinna með hana í höndunum.

Þegar ég gerir brjóstsykur undirbý ég allt vel og vandlega. Gerir öll hráefni tilbúin, nákvæmlega mæld, Set handklæði undir motturnar (til að skemma ekki borðflötin) gerir olíuna klára í skál og pensilinn með, smyr mottur og geriri bökunarpappír tilbúinn á því svæði sem á að klippa brjóstsykurinn.

1. Vatn, sykur og þrúgusykur er sett saman í pott, lokið sett yfir og blandan hituð að suðu.

2. Pottalokið tekið af og hitamælinum komið fyrir í pottinum og blandan látin hitna að ca. 162°C hita. Má ekki fara undir 157 (þá verður blandan of lin) ekki yfir 165 °C (þá brennur hún).

þrugusykur

3. Alls ekki hræra í blöndunni eða eiga við hana á nokkurn hátt. Þannig kemur maður í veg fyrir að blandan fari í kekki.

4. Nauðsynlegt að vera með olíu í skál ( ég nota ISO4)

Eftir að blandan er orðin ca. 145°C heit er hún fljót að rjúka upp í 162¨C svo fylgis vel með.

5. Sítrónusýran, rauður matarlitur og bragðefni tilbúið hjá mottunum. Sett í blönduna í þessari röð og því gott að raða þessu upp í þeirri röð.

6. Þegar blandan hefur náð ca. 162°C er henni hellt á mottuna. Endinn á mælinum  er strax settur í sjóðandi heitt vant t.d. í glasi og potturinn fer strax undir heitt vatn þegar búið er að hella blöndunni.

7. Blandan er látin standa í smá stund á mottunni eða þar til húð myndast.

8. Sítrónusýran er sett yfir blönduna

9. SKöfurnar notaðar til að blanda hráefnunum saman og kæla blönduna jafnt og þett. Best að kæla blönduna með því að fara til skiptis meðfram hliðum og færa sig inn að miðjunni.

10. Ef ekki er sett olía á sköfurnar getur blandan fest sig við því nauðsynlegt að setja olíuna á sköfurnar.

11. Rauða  matarlitnum er sprautað í litlum skömmtum hér og þar á blönduna. Rauður litur getur brennst ef hanne fer of fljótt útí blönduna svo betra að bíða í ca, 1 mínútu áður en honum er sprautað.

12: Búið til vasa á blöndunni og sprautið bragðefninu út í.  Þegar vasinn lokast getur myndast uppgufun og því ekki gott að vera með andlitið yfir blöndunni. Stundum eru notuð sundgleraugu ef efnin eru sterk.

13. Blandan kæld og að lokum er henni skipt niður í búta og búnar til lengjur sem síðar eru klipptar niður eða mótðaðar kúlur.

Nammi, namm….

Related Posts