Skoða

Gordjöss Diskókúla

Þessi diskókúla er vægast sagt gordjöss.  Hentar vel í diskóþema eða fyrir áramótin.

Það er hægt að nota tvær skálalaga súkkulaðibotna eða raða saman mismunandi stærðum af súkkulaðihringjum og setja saman með smjörkremi.

Kakan er skorin til þannig að úr verði kúla. Smjörkrem er smurt utan um kökuna og hvítur sykurmassi notaður til að þekja kökuna.  Hafið í huga að hafa sykurmassann vel rúman utan um kökuna til að koma í veg fyrri brot neðst hjá kökunni.  Þegar búið er að þekja kökuna og slétta úr sykurmassanum eru flísarnar sem fara utan um kökuna búnar til.  Skerið hvítan sykurmassa í jafna ferninga (hægt að nota sérstakan sykurmassaskera eða pítsahníf).

Silfurdufti er burstað á hverja flís og þær síðan límdar á kúluna með sykurmassalími Glimmerdufti er sáldrað yfir kúluna þegar búið er að þekja hana með flísunum.

Fígúran er búin til með Sugar paste eða sykurmassa með Tylose í.  Grillpinni eða annar pinni sem þið eigið er notaður til að festa búkinn saman. Byrjið á skónum og færið ykkur síðan upp að höfðinu og hárinu.  Hárið er búið til með sykurmassabyssu. Mjög gott og nauðsynlegt að nota sykurmassalím til að festa líkmaspartana saman.

Skuggamyndirnar eru búnar til með því að prenta út diskómyndir, klippa út og skera svartan sykurmassa út eftir myndunum.

Gordjöss stafirnir eru búnir til með Funky style stafamótum.

6 comments
  1. Ja hérna súper konur! Bara svo æðislegt fyrir augað. Fær svo Palli ekki kökuna??
    Gleðilegt ár!
    Bestu kv.Edda

  2. Takk fyrir þetta Edda!

    Það hefði verið toppurinn að gefa Palla kökuna en eitthvað efitt er að finna símanúmer eða tölvupóst 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts