Skoða

Gordjöss kaffibollakaka

Það er eitthvað sem er svo  heillandi við bollakökumunstur…

Ég er einstaklega ánægð með útkomun á þessari köku þar sem hún var nokkuð flókin í hönnunarferlinu. Það tók langan tíma að hugsa út hvernig við gætum gert kaffibolla, bollaköku köku en konan sem fékk þessa köku er mikill kaffiunnandi og elskar fallega skreyttar bollakökur.

2 ofnskúffur af súkkulaðiköku voru notaðar  í þessa hugmynd.  Smjörkrem er smurt á milli og utan um kökuna.

Kakan er þakin  hvítum sykurmassa sem síðar er spreyjaður með bleiku satínspreyi. Áður en satínspreyið er sett á kökuna er kakan stimpluð með sérstökum bollaköku stimpilmótum. Það er gert til að vita hvar sykurmassamunstrin eiga að vera síðar.Þegar búið er að spreyja kökuna er farið að undirbúa bollakökumunstrin en þau eru gerð með sérstöku bollakökusk stimpil og urðarmóti (sem ég ykkur að segja elska). Ég notaði öll bollakökumunstrin, jarðaberja og blómamunstrin í þessu setti og skar  út í þremur mismunandi litum.  Brúnn, hvítur og bleikur varð fyrir valinu.  Síðan hófst  púsluspilið, hvert munstur var raðað saman úr mismunandi litum. Það skemmtilega við þessi mót að það er hægt að taka litla búta úr munstirnu og raða ofan á það sem er fyrir og gera skreytinguna meira lifandi.  Munstrin voru fest með sykurmassalími.  Gefið hugmyndfluginu lausan tauminn og verið skapandi með þessi mót.  Mæli með að allir prófi þessi mót og sjái hvað þau hafa upp á mikið að bjóða.

Bollakaka og undirskál:

Nokkrum lögum af súkkulaðiköku er raðað saman og skorið til þannig að úr verði bolli.  Til að bollinn líti eðlilega út er gerð grunn hola í hann.  Smjörkrem er sett utan um kökuna og síðan er hún þakin hvítum sykurmassa. Passa að hvolfa bollanum og setja sykurmassann “öfugt” á, þannig koma krumpur ofan í bollann sem vel er hægt að fela. Bollinn er spreyjaður með perluspreyi til að fá fallega áferð á bollann. Brúnn sykurmassi er flattur út og skorinn í hring. Til að fá munstur á hringinn er hvít matarlitamálning pensluð á flötinn. Haldan er búin til úr gum paste eða sykurmassa sem búið er að setja Tylose út í (2 – 3 tsk í 1 kg).  Tannstönglum er komið fyrir í sinn hvorum endanum á höldunni.  Undirdiskurinn er búinn til úr gum paste og mótað með því að setja hring á undirskál. Þannig nær maður að gera undirskálina raunverulega. Muna að setja palmínfeiti á undirskálina áður en massinn er settur á.  Massinn þarf að vera á undirskálinni í nokkrar klukkustundir til að ná að harðna.  Bollinn er festur á kökuna rétt áður en hún er borin fram. Mjög gott að stinga kökuprikum  í til að bollinn nái að halda sér. Nafnið á bollanum er búið til með funky style stafamótum. Stafirnir eru festir með sykurmassalími. Skeiðin til hliðar er búin til með gum paste og litað með silfurdufti eða silfurspreyi.

 

Það getur verið gott að stimpla laust á sykurmassann með stimpilmótunum til að vita hvar á að setja munstrið síðar.

Mjög gott að skilja eftir autt svæði þar sem bollinn á að koma.

Æðisleg bollakökumót og bleika satínspreyið. Klikkar ekki!

 

Málningarmatarlitur og pensill notaður til að búa til munstur.

Kökupinnarnir henta vel til að festa kökuna.

Palli var yfirmáta hrifinn af kökunni!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts