Skoða

Pandakaka

Kung fu panda er mesta krútt í heimi.

Reynt var að draga einkenni hans fram  með því að hleypa kökunni upp. Upphækkunin var því sett á magann , hendurnar, kinnarnar og nefið. Þannig varð pandan líka raunverulegri.  Erfiðast er að búa til svarta litinn í sykurmassanum en með því að bæta kakódufti í blönduna er auðveldara að ná dökka litnum. Til að fá mýkri línur hjá höndum og fingrum var sykurmassi settur undir loka lagið af sykurmassanum.

2 ofnskúffur af súkkulaðiköku voru notaðar í þessa hugmynd. Pandan er teiknuð upp á smjörpappír og kakan skorin eftir mótinun. Kakan er skorin í tvennt og smjörkrem sett á milli. Ef ætlunin er að hækka upp ákveðna hluta af kökunni þarf að nota afgangs kökubúta. Þegar þeir eru komnir er smjökremi smurt yfir kökuna. Hvítur sykurmassi er flattur út og settur á þá staði sem þarf, síðan svarti og síðan koll af kolli eins og myndirnar sína.

Skref fyrir skref:

5 comments
  1. Sælar,

    Flott kaka !!!

    En hvað kostar að panta svona köku fyrir 20 manns?

    Kv..

  2. Þetta er snild 😀 en hvapð er þetta sem er þið setjið yfir kökurnar stundum ? ( svona sem er eins og dúkur sem ferir yfir alla kökuna ) ;* ;* ;*

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts