Það er vel hægt að leika sér að gera kökur eftir uppáhaldsdóti barnanna. Hér er búið að gera Pet shop húsaköku og pet shop dýrin síðan látin skreyta fyrir utan húsið.
Hvert hús fyrir sig er búið til úr súkkulaðikökubotnum.
Húsin eru skorin til, krem sett á milli og síðan eru þau skreytt með sykurmassa.
Þökin eru ýmist slétt eða gerð með munsturskerum.
Hér er búið að raða ferningum þannig að þakamunstur myndast.
Þetta munstur er búið til með því að taka pinna og þrýsta vel í sykuramssann þannig að jafnt munstur myndast.
Þetta þak er gert með sérstökum munsturskerum. Þá er sykuramssinn flattur út, skorinn með munsturskernum og síðan er lengjunum raðað saman.
Blómin, fiðrildin og beinið sem húsið er skreytt með eru búin til með sílikonmótum. Það fást æðisleg sílikonmót í versluninni Allt í köku.
Gangsléttin er búin til með múrsteina munsturmottu – alltaf gaman að leika sér með svona mottur.