Skoða

S’mores með Noir kexi með belgísku súkkulaði

-færslan er unnin í samstarfi við kexverksmiðjuna Frón-

Smoores

S’mores er grillréttur sem er algjör snilld í útilegunni, bústaðnum eða heima þegar verið er að grilla.  Rétturinn er einfaldur og saman stendur af aðeins tveimur hréfnum: Kexi, í þessu tilfelli Noir kexi með belgísku súkkulaði, og sykurpúðum.

Noir kexið hentar vel í þennan grillrétt þar sem súkkulaðið bráðnar auðveldlega þegar grillaðir sykurpúðar eru settir á milli. Sykurpúðarnir festast líka vel saman við kexið en það skiptir máli.

fullsizeoutput_6bcdSmoores

Gott að byrja á því að gera allt tilbúið. Setja allt á bakka og hafa tilbúið við grillið.  Þegar góður hiti er kominn í grillið er hægt að hefjast handa.

IMG_2041

Sykurpúði er settur á grillpinna eða grillstöng yfir mesta hitann á grillinu. Sykurpúðinn er hitaður þar til hann er stökkur að utan og mjúkur að innan.  Þegar hann er orðinn nógu heitur að innan breytir hann aðeins um lögun en þá er gott að taka tvö kex og setja utan um.

Smoores

Kexin eru sett utan um sykurpúðann og kreist örlítið til að festa hann við kexið.

IMG_2056

Kexið hentar fullkomnlega í réttinn þar sem belgíska súkkulaðið bráðnar hæfilega mikið til að festa sykurpúðann.

Smoores

Ég mæli með að þú prófir þennan rétt næst þegar kemur að því að grilla.

Njótið!

Þið getið fylgst með mér á Instagram undir mommur en þar er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.

Related Posts