Skoða

Piparkökukarl og piparkökukona

Piparkökuþema er tilvalið fyrir veislur í desember eða skemmtilega viðburði.

Þessar kökur voru gerðar fyrir þemakeppni sem er haldin í skólanum sem við mömmurnar vinnum í.  Kökurnar voru hluti af kaffistofuskreytingum en ár hvert er haldin keppni hjá okkur sem ganga út að hvaða kaffistofa í skólanum er best skreytt, fáum dómnefnd og allt til að dæma.

Piparkökukarlinn og kerlingin sómuðu sér vel í piparkökukaffistofunni.  Vöktu miklar lukku.

Mæli með að fleiri vinnustaðir haldi svona skemmtilega keppni.

Kökurnar voru mótaðar með skapalóni sem búið var til með smjörpappír sem klipptur var út.  Kakan síðan skorin út, smjörkrem sett utan um og brúnn sykurmassi settur yfir kökuna.  Kakan var frekar einföld og tók ekki langan tíma.  Kakan var að lokum skreytt með lituðum sykurmassa.

Læt nokkrar myndir fylgja til gamans…

Yndislegt, kökukonan með kökurnar sínar.

Kaffistofan að utan, huggó!

 

1 comment
  1. vóóóó þetta ætla ég að gera í vikunni frábær hugmynd og hafa svo í boðinu um jólin 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts