Skoða

Ólabakarí

Þetta piparkökuhús er gert og hannað  árið 2002  af  Valdísi Einarsdóttur húsið er tileinkað Ólafi Inga langömmubarninu hennar.

Þetta hús hlaut fyrstu verðlaun í piparkökuhúsaleik Kötlu árið 2002. 

Tekið skal fram að myndirnar eru teknar í því ástandi sem húsið er í dag en það er nú orðið 9 ára gamalt.

Hugmyndina sá hún í blaði en breytti hugmyndinni mjög mikið. Barnabörnin hennar  Eydís og Jensína standa til hliðar og  einnig Matti og Mikael annarstaðar.

Í þessu piparkökuhúsi má sjá Bakarí og bænarhús til hliðar.  Innanhúsmunir eru mjög nákvæmir og má til dæmis sjá málverk á einum veggnum en það er búið til úr sykurmassa. Inni í bakaríinu má sjá kransaköku og piparkökuhús, brauð, vínarbrauð og mikið af því bakkelsi sem fæst í bakaríum í dag.

Handriðin eru  gerð úr súkkulaði, reyndar náði sólin að skína eitt sinn á þau svo einhver hluti þeirra bráðnaði .

Grýlukertin eru gerð úr kóngabráð.

Húsið er fest saman með kóngabráð.

Jólatré úr piparkökukramarhúsi sem er skreytt með kremi.

Jólasveinarnir  eru gerðir  úr sykurmassa ásamt öðrum fígúrum hjá húsinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts