Á mínu heimili eru alltaf bakaðar Kúrenukökur en þær þykja með gómsætari smákökum.
Uppskriftina fékk ég hjá tengdamóður minni en hún er svona:
250 g Smjör
375 g Dan Sukker sykur
275 g hveiti
250 g kókósmjöl
1 tsk hjartasalt
2 egg
125 g kúrenur (litlar rúsínur, fást í litlum pokum út í búð)
Aðferð: Öllu blandað saman í skál. Deigið er hnoaðað saman og síðan flatt út í hæfilega þykkt. Kemur vel út að skera kökurnar með jólatrémótum. Bakað í 175°C hita í ca. 10mínútur eða þar til kökurnar hafa tekið á sig lit.