Skoða

Rósamarengs

Mér finnst marengsblöndur eitt af því skemmtilegasta sem ég prófa mig áfram með.

Um daginn rakst ég á erlenda síðu þar sem Jello-hlaupduft var notað til að búa til marengs.  Ég ákvað að skella í uppskrift og prófa mig áfram.

Það tók nokkur skipti að fullkomna verkið, er nokkuð sátt við síðustu útkomuna.

Jarðarberjamarengs

3 eggjahvítur

1 pakki Jello – jaðarberjahlaupduft

60 g sykur

1 tsk vanilluduft

Litaður kristalsykur er notaður ofan á marengsinn þegar búið er að sprauta honum.

Aðferð:

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Jello – hlaupduftinu er blandað saman við eggjahvíturnar ásamt jarðarberjasykrinum. Þegar blandan er orðin næglilega stíf er vanilluduftinu blandað saman við. Marengsblandan er sett í sprautupoka og rósir sprautaðar á bökunarpappír. Ég notaði stjörnustútinn 1M frá JEM, einnig hægt að nota 2D frá JEM.  Rósirnar eru bakaðar við 95 gráður í 2,5 klst og látið vera í ofninu yfir nótt.

Áferðin á kökunum getur orðið klístruð ef rakt er í veðri.  Mér finnst best að geyma kökurnar í ofninu þar til ég ætla að nota þær.

Ég setti brætt appelsínusúkkulaði frá Nóa Síríus í bland við suðusúkkulaði undir hverja köku. Mér fannst appelsínubragðið gefa mjög gott bragð.

Hægt að borða kökurnar eins og smákökur, án rjóma. Koma vel út þannig en einnig hægt að setja þeyttan rjóma á milli.

 

1 comment
  1. sæl ég er ekki alveg að fatta á að nota jarðaberja jellý einn pakka og líka 2 msk af jarðaberjadufti ?
    og hvernær er þá jellýið sett út i ?
    kveðja Dísa

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts