Skoða

Marengsdúndur

Það má segja að marengsinn hafi staðið með mér síðan ég fæddist líkt og foreldrar mínír hafa gert alla tíð.  Já,  ótrúlegt en satt en marengskökur af ýmsu tagi hafa verið á boðstólum í minni fjölskyldu svo lengi sem ég man eftir mér.  Alltaf þykja mér þeir jafn góðir, held stundum að þeir geti ekki misheppnast.

Ekki nóg með að marengsinn sé góður heldur er líka rosalega gaman að búa hann til.

Hér kemur góð uppskrift af marengs sem hentar við hin ýmsu tilefni – á maður ekki alltaf skilið eina sneið?

Marengsdúndur

Uppskrift:

6 eggjahvítur

300 g sykur

1 tsk lyftiduft

150 g Karamellu Nóa Kropp

Fylling:

1/2 líter þeyttur rjómi

150 g mulið Karamellu Nóa Kropp

Aðferð:

Þeytið eggjahvítunum vel saman, bætið síðan sykrinum saman við. Þeytið áfram þar til blandan er orðin stífþeytt. Lyftidufti og Nóa Kroppi blandað varlega saman við. Bakið í 1 1/2 klst við 130 ° hita.

 

 

1 comment
  1. Sæl og takk fyrir flottar uppskriftir! En getur verið að það vanti restina af aðferðinni við þessa uppskrift?

    Kv, Birna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts