Skoða

Páskaleg marengsterta

Dásmaleg marengsterta sem somar ser vel á veisluborðinu.

Marengsterta
Það er gaman að bera fram fallega tertu en munstrið gerir þessa tertu skemmtilega öðruvísi.
Sykur, eggjahvítur, cream of tarta, vanillupaste og matarlitir er það sem þarf. Sykurinn er hitaður áður en hann er settur saman við eggjahvíturnar.
Áhöldin skipta máli, sérstaklega ef þau eru bleik… nei, bara grín. Ég nota sprautupoka, nokkrar gerðir af stútum (1M – Franskan og rúnaðan) til að búa til fallegt munstur. Skærin eru til að klippa toppinn af pokanum.
Það kemur falleg áferð og útlit á marengsinn þegar súkkulaðiegg eru mulin og sáldrað yfir.
Fyllingin er fersk en eplin ásamt marsbitum gena mjög gott brag þegar þau blandast saman við þeytta rjómann.

Marengsterta með eplum og marsbitum 

Uppskrift: 

600 g sykur – hitaður í 7 mínútur við 200 C hita

300 g eggjahvítur

1 tsk cream of tartar 

1 tsk vanillugel – fæst í t.d. Hagkaup  (má sleppa) 

Gelmatarlitir – eftir smekk

Fylling: 

½ l rjómi þeyttur 

2 stk epli 

2 stk marssúkkulaði

Skreyting: 

Súkkulaðiegg – mulin

Aðferð: 

  1. Hitið sykurinn í ofni við 180C gráða hita (blástur) í 7 mínútur
  2. Þeytið eggjahvíturnar, fyrst með miðlungsstillingu, síðan að auka hraðan jafnt og þétt.
  3. Setjið cream oft tartar saman við og haldið áfram að þeyta til ril 30 sek eru þangað til sykurinn er tilbúinn., þá er stillt á hröðustu stillinguna.  
  4. Setjið sykurinn saman við, 1 og 1 matskeið í einu. 
  5. Vanillugelið er sett varlega saman við. 
  6. Skiptið deiginu í tvær skálar og litið marengsinn með matargellit. 
  7. Sprautið marengsnum með sprautupoka og eftirfarandi stútum: !M, !E, Franskur stútur.  
  8. Myljið súkkulaðiegg yfir og bakið botnana við 130C gráða hita (blástur) í 1 ½ klst
  9. Þegar botnanir eru tilbúnir er fyllinging gerð klár. Þeytið rjómann, skerið eplin í smá bita ásamt marsinu og blandið saman við rjómann. 
  10. Setjið rjómafyllinguna ofan á neðri botninn og síðan seinni botninn ofan á.  

Endilega fylgist með mér á Instagram: https://www.instagram.com/mommur/

Related Posts