Skoða

Sjúkleg karamelluostaskyrterta

IMG_8341_7319

Þessi terta slær öllu við og best er hún þegar henni er leyft að bíða í fyrsti yfir nótt.

Þessa verður þú að prófa.

Uppskrift: 

Botn:

2 pakkar kósý hjúpaðar súkkulaðikökur með karamellubragði (kex frá Frón)

100 g smjör

Fylling:

1 dós (250 g) Mascarpone rjómaostur

1 stór dós vanilluskyr frá Ms

2,5 dl rjómi

100 g Síriús rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti

Ofan á:

150 gr Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti

7 msk rjómi

Skraut: 

Karamellukurl og brytjað súkkulaði

Aðferð:

  1. Kexkökurnar eru muldar í matvinnsluvél, smjörið brætt og þetta blandað saman. Kexblandan er sett í botninn á eldföstu móti.
  2. Rjómaostur og skyr þeytt saman.
  3. Rjóminn þeyttur og blandaður varlega saman við rjómaostablönduna.
  4. 100 g rjómasúkkulaðið brytjað gróft og blandað saman við blönduna.
  5. Rjómaostablandan er sett yfir kexbotninn og tertan kæld í frysti í ca. 30-40 mínútur áður en súkkulaðihjúpurinn er settur yfir.
  6. Á meðan tertan kólnar í frysti er súkkulaðið brætt og rjóma blandað saman við. Hrært vel saman og síðan hellt eða smurt yfir kökuna.
  7. Kakan er skreytt með karamellukurli og grófbrytjuðu súkkulaði.
  8. Hægt að frysta kökuna.

IMG_8295_7273

IMG_8326_7304

 

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts