Skoða

Heimagert konfekt

Hef nú ekki verið þekkt fyrir miklar kúnstir í konfektgerð en… langaði að prófa!

Eftir á að hyggja hefði nú ekki verið slæmt að vera búin að sækja konfektnámskeið  hjá súkkulaðisnillingnum Hafliða Ragnarssyni

Sjáum hvernig til tóks…

Fyrir valinu varð heimagert súkkulaði sem ég gerði úr lífræntræktuðu kakói, kókósolíu, kakósmjöri og Agavesýrópi.

Uppskriftina fékk ég á hér en hún er frá Sollu Eiríksdóttur

1 dl lífræntræktað kakó

1/2 dl Kaldpressuð kókósolía

1/2 dl kakósmjör

1/2 dl  agavesýróp

Fylling (uppskrift fékk ég á erlendum vef, hér

1 dl kókósmjöl

1/4 dl kaldpressuð kókósolía

1-2 msk agavesýróp

Konfektmót, fást hér:

Aðferð:

Kókósolían er brædd yfir vatnsbaði (má ekki verða heitari en 45°C), ég notaði kakósmjörsbaunir og þarf að hita þær í örbylgjuofni en passa að gera það við lágan hita og hræra á milli.  Þegar búið er að bræða þessi tvö hráefni er öllum hráefnunum í uppskriftinni blandað saman í skál.

Kókósfyllingin er búin til með því að setja allt hráefnið í litla skál og hræra því saman.  Ég setti glansandi súkkulaðilit sem inniheldur kakósmjör  í botninn á konfektmótum, hellti smá súkkulaði í mótið, frysti, setti fyllinguna (passa að hafa meira en minna, líklega of lítið sem ég setti) og hellti síðan restinni af súkkulaðinu í mótið og frysti aftur.

Matarliturinn settur fyrstu í, kosturinn við þessa súkkulaðiliti er að þeir innihalda kókóssmjör og rennur konfektið því ljúft úr mótinu þegar það er tilbúið.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts