Skoða

Lína langsokkur

Hin fjöruga Lína Langsokkur þætti nú ekki leiðinlegt að mæta í afmælisveislu með öllu tilheyrandi. Sjóræningjar, hestafólk og kraftlyftingarmenn ættu nú að fjölmenna í Línu Langsokkarafmæli.

Lína er búin til úr 1 ofnskúffu af súkkulaðiköku. Klippið út stóran hring og skerið eftir honum. Afganganir eru notaðir til að búa til Hárlokka. Kakan er smurð með smjörkremi, munið að slétta vel úr kreminu. Andlitslitaður sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Það gæti verið gott að slétta yfir massann með sléttaranum. Hárið er búið til með appelsínugulum sykurmassa sem eru settur yfir höfuðið og hárið. Flétturnar eru skornar út með lengjum sem eru lagðar hver yfir aðra. Augu, munnur, freknur og augabrúnir eru búnar til úr sykurmassa, hvítum, brúnum og rauðum. Einnig hægt að teikna til dæmis freknur og augastein með matartússlit.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts