Skoða

Djöflaterta með lakkrískremi

fullsizeoutput_b958

*Uppskrift fyrir 3 hringlaga botna ca. 24 cm

150 g 70% súkkulaði

125 ml vatn, sjóðandi heitt

1 tsk matarsódi

225 g smjör, lint

200 g sykur

200 g púðursykur

5 stk egg

400 g hveiti
150 ml súrmjólk

100 g majónes

3 tsk vanilludropar

Bingókúlukrem:

150 g bingókúlur

100 g súkkulaði

1/2-1 dl rjómi

Smjörkrem:

500 g smjör
400 g flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp

100 g súkkulaði brætt

Aðferð:

  1. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði. Matarsódinn er leystur upp í sjóðandi vatni og síðan hrært saman við súkkulaðið.
  2. Smjör og sykur er hrært saman þar til létt og ljóst. Eggjunum hrært saman við, einu í senn. Passa að hræra vel á milli.
  3. Hveiti, súrmjólk og majónes er sett saman við. Gott að gera hveiti og súrmjólk til skiptis í skálina og hræra á milli.
  4. Súkkulaðiblöndunni er hrært saman við ásamt vanilludropunum.
  5. Deiginu er skipt í þrjá jafna hluta og sett í smurð bökunarmót. Botnarnir eru bakaðir við 180 gráður í um 30 mínútur.
  6. Þegar botnarnir eru bakaðir eru þeir settir á grind þar til þeir kólna.
  7. Bingókúlukremið er gert með því að bræða bingókúlur og súkkulaði í rjómanum.  Hrært vel saman.
  8. Smjörkremið er gert með því að þeyta smjöri,flórsykri, eggjarauðu, vanilludropum og sírópi saman og að lokum hella bræddu súkkulaði saman við.

Samsetning: 

  1. Kökubotn er settur á kökudisk og smjökremi smurt á hann. Bingókúlukremi er hellt yfir kremið.
  2. Kökubotn númer 2 er settur yfir og smjökremi smurt yfir hann og bingókúlukremi er hellt yfir.
  3. Efsti kökubotninn er settur yfir. Smjörkremi er smurt yfir alla kökuna og bingókúlukremi hellt yfir.
  4. Kakan er skreytt með Nóa Kroppi og jarðarberi. Jarðarberið er skorið eins og rós.
* Uppskriftin að súkkulaðikökubotnunum er unnin út frá upppskrift að djöflaköku í bók Nönnu Rögnvaldsdóttur; Matreiðslubók Nönnu.

sukkuladikaka með bingokulukremi      fullsizeoutput_b955

Related Posts