Skoða

Skírnarkarfa

Hver elskar ekki Rice Krispies kökur?

Hér erum við með skemmtilega hugmynd fyrir skírnarveislu.Kakan sló í gegn og var fljót að klárast.

Uppskrift:

  • 500 g Nóa Síríus rjómasúkkulaði
  • 1 lítil dós síróp
  • 150 g smjör
  • 280 g Rice Krispies


Aðferð: Súkkulaði, síróp og smjör sett í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Hrærið áfram í 2 mínútur. Rice Krispies blandað saman við og hrært þar til allt er blandað vel saman. Mótið körfulaga hringi og boga  á bökunarpappír og látið kólna í kæli.

4 misstórir körfulaga hringir

6-7 bogar (fyrir skerminn)

1 bak fyrir skerminn

Kakan er sett saman með bræddu súkklaði, bökunarpappír var settur inn í körfu til að halda henni saman meðan hún var að kólna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts