Skoða

Bollakökur – opinn stjörnustútur

Opinn stjörnustútur eins og 1M frá Wilton eða opinn stjörnustútur frá Ateco nr. 7 gefur sérstaklega fallegan kremturn eins og ég kalla það.  Rákirnar verða breiðar og fallegar og auðvelt að gera skreytinguna fágaða og flotta.

Þegar ég geri kremturn þá nota ég yfirleitt kökuskraut ofan á kremið til að fullkomna skreytinguna. Ég huga þá vel að því hvaða litir eru til að mynda  í bollakökuforminu og nota skraut í stíl. Ljós litur á kreminu finnst mér líka gefa fallegra útlit.

Það hentar vel að nota einnota eða fjölnota sprautupoka með þessum stút ásamt stjörnustútahaldara.

 

2 comments
  1. Er þessi stútur stærri en 2D stúturinn frá Wilton? Og hentar hann vel í krem eins og t.d. bountykremið úr uppskriftabókinni frá Rikku ? 2D stúturinn var of þröngur þar

  2. Sæl, þessi stútur er opnari en 2D, vel hægt að gera fallegar rósir með honum. Það festist ekki á milli járnana á þessum eins og 2D.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts