Skoða

Jarðarberjamúffur á páskum

IMG_8532

Nú er páskahátíðin gengum um garð og því tilvalið að gera vel við sig og sína og skella í jarðarberjamúffur.

Ljúffeng uppskrift sem hittir í mark.

Uppskrift ca. 25 múffur 

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1 pakki vanillubúðingur t.d frá Royal

250 g sykur

125 g smjör

2 egg

1 tsk vanilludropar

1 jarðaberjajógúrt

50 ml mjólk

100 g Súkkulaðidropar

10 jarðarber – má sleppa

Aðferð: 

1. Hveiti, lyftiduft og vanillubúðingur sett saman í skál og sett til hliðar.

2. Sykur og smjör hrært vel saman í skál

3. eggjunum bætt saman við, eitt í einu.

4. Hveitiblöndunni ásamt jarðarberjajógúrti og mjólk sett varlega saman við (gott að setja í smá skömmtum)

5. Súkkulaðidropum blandað saman við.

6. Deigið sett í muffinsmót, jarðarberin skorin í litla bita (fínt að velta aðeins upp úr hveiti til að bitarnir sökkvi ekki á botninn). Nokkrir bitar settir ofan á deigið.

7. Bakað við 180 gráður í 17-20 mínútur.

IMG_8523

Related Posts