Skoða

Bollakökur – Hringlaga stútur

Til að fá fallega bollakökuskreytingu skipti miklu máli hvernig kremstútur er notaður. Stór hringlaga stútur eins og frá Ateco númer 7 hentar vel til að gera fallegan kremturn sem þennan.  Það er hægt að byrja á brúninni á forminu og fara inn á við eins og sýnt er í þessum leiðbeiningum eða byrja í miðjunni, þrýsta vel en halda stútnum ekki of fast við kremið (vona að þið skiljið hvað átt er við með því). Síðan er stúturinn færður upp og þrýst aftur en gert minni brún og síðan eina ferðina enn og þá litla brún. Þannig kemur svipað útlit en með aðeins öðruvísi tækni.

Það er bæði hægt að nota einnota og fjölnota sprautukremspoka.

Það skiptir miklu máli að nota góða uppskrift af bollakökukremi sem stífnar fljótt og heldur lögun sinni. Þetta vanillukrem hér kemur alltaf vel út og er eitt af mínum uppáhalds. Bleikur matarlitur eða annar gelmatarlitur er sett úr í kremið

 

 

2 comments
  1. Gerði bollakökur í dag með bleiku kremi og setti ofan á littlar prinsessuandlit og glimmer skraut Nína

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts