Skoða

Barbie og Ken leikurinn

Þessi leikur gengur út á að spyrja  brúðhjónin ýmissa vandræðalegra spurninga.

Brúðhjónin eru látin sitja á stól, bak í bak. Hvort um sig er með Barbie í einni höndinni og Ken í hinni. Þegar brúðhjónin eru tilbúin byrjar spurningaflóðið.

Brúðhjónin rétta upp barbie ef spurningin á við brúðurina og Ken ef hún á við brúðgumann.

Það er nauðsynlegt að aðlaga spurningarnar að hverjum búðhjónum fyrir sig.
Tillögur að spurningum eru:

Hvort eldar matinn oftar?

Hvort er latara að taka til?

Hvort horfir meira á sjónvarp?

Hvort er meira í tölvunni?

Hvort sefur meira?

Hvort hrýtur hærra?

Hvort nöldrar meira?

Hvort talar meira í síma?

Hvort er háværara?

Hvort er meiri djammari?

Hvort er meira fyrir börn?

Hvort blótar meira?

Tillögur að hlutum sem hægt er að nota í staðinn fyrir Barbiedúkkur:

Herraskór, Konuskór eða Skylti með nöfnum brúðhjónanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts