Prinsessukrútt

Þetta prinsessukrútt er algjört æði, svo krúttleg og sæt! Það væri hvaða prinessa sem er tilbúin að fá svona köku í afmælinu sínu.

Teiknið upp mót af prinsessu á smjörpappír og klippið út. Mótið þarf að passa á ofnskúffustærð af súkkulaðiköku þar sem sú stærð er notuð. Skerið út prinsessuna og skerið síðan í tvennt. Smjörkrem er sett á milli. Til að gera prinsessuna eðlilegri er vel hægt að hækka kjólinn og andlitið. Það er þó ekki nauðsynlegt. Smjökrem er sett utan um kökuna. Það getur verið vandasamt að fá ekki kökumylsnu í smjökremið þegar kakan er smurð. Betra að hafa meira krem en minna þegar smurt er. Kakan er skorin hjá hausnum til að það sé auðveldara að setja sykurmassann yfir kökuna en það er alls ekki nauðsynlegt. Andlitslitaður sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna. Til að fá andlitslitaðan getur þurft að blanda ljósbrúnum saman við til að fá dekkri lit. Kjóllinn er síðan skorinn til og settur á kökuna. Gult hárið er mótað og sett á höfuðið og bleikur sykurmassi á kórónuna. Kakan er skreytt með hvítum blúndum sem eru búnar til með munsturskera, hálsmálið er einnig búið til með munsturskera Blómin er búin til með blómamóti. Augun og munnur eru búin til með svörtum sykurmassa. Silfurlitaðar sykurkúlur er notaðar til að skreyta. Lítil fiðrildi eru skorin út með fiðrildamóti til að skreyta bakkann. Kjóllinn er gerður glitrandi með glimmer eða satíndufti.

Skref fyrir skref:

1 comment
  1. Er að hugsa um að stela þessari hugmynd eða fá lánaða þetta er æðislegt fínt fyrir mína prinsessu Takk fyrir Nína

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts