Það er alltaf svo sparilegt að bera fram franska súkkulaðiköku, sígilt og þykir alltaf gott. Þeytti rjóminn gerir mikið og sæt jarðarber. Þessi uppskrift er einföld en bragðgóð og skreyting kemur skemmtilega út yfir áramótin.
- Prep Time: 20m
- Cook Time: 40m
- Total Time: 1h
- Serves: 12 Manns
- Yield: 1 kaka
Ingredients
Uppskrift:
- 150 g rjómasúkkulaði
- 1 tsk vanilludropar
- salt á hnífsoddi
- 2 msk hveiti
- 4 stk egg – aðskilin
- 70 g sykur
- 130 g dökkt súkkulaði
Súkkuklaði Ganache
- 150 g rjómasúkkulaði
- 1/2 dl rjómi frá Gott í matin
Skreyting
- 100 g hvítt marsípan/sykurmassa
Instructions
- Smjör og súkkulaði brætt í skál yfir vantsbaði. Hrært stöðugt í þar til allt er bráðið.
- Skálin er tekin af hitanum og sykrinum er blandað saman við ásamt eggjarauðunum og vanilludropum.
- Eggjahvíturnar eru þeyttar ásamt salti og síðan blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna.
- Hveitinu er síðan blandað saman við að lokum.
- Deigið er sett í smurt mót. Mjög gott að nota smelluform, smyrja það og setja bökunarpappír í botninn.
- Kakan er bökuð við 180°C hita (yfir og undirhita) í um 30 mínútur (fer eftir ofninum)
- Kakan er tekin út úr ofninum og hvolft á plötu þakta bökunarpappír eða þann kökudisk sem á að nota og henni leyft að kólna.
- Súkkulaði og rjómi eru hitað þar til allt hefur samlagast, hrært vel í og síðan hellt yfir kökuna.
- Kakan er skreytt með tölustöfum sem gerðir eru úr marsípani, einnig hægt að nota sykurmassa. Tölustafirnir eru gerðir með sérstökum tölustafamótum.
- Kemur mjög vel út að bera kökuna fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum.