Skoða

Marengsterta

Marengsterta

 

Hér er á ferðinni litrík og skemmtilega útfærð marengsterta. Hún er auðveldari en þú heldur í vinnslu en þó gott að hafa í huga að það er betra að hafa við höndina nokkrar tegundir af sprautustútum. Ekki er nauðsynlegt að eiga nákvæmlega þá stúta sem gefnir eru upp með uppskriftinni.  Galdurinn er að hafa þá ólíka til að fá skemmtilega útkomu.

Ingredients

2 marengsbotnar

  • 8 stk eggjahvítur
  • 400 g sykur
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • 4 stk lítil epli - brytjuð í litla bita
  • 100 g karamellusúkkulaði - brytjað í litla bita
  • 3 stk kókósbollur

Fylling:

    Instructions

    Marengsbotnar

    1. Eggjahvíturnar eru þeyttar vel. Sykrinum blandað saman við í nokkrum skömmtum. Þegar blandan er orðin stífþeytt er lyftiduftinu blandað saman við. Marengsblandan er sett í nokkrar skálar, matarlitur settur í hverja skál og hrært varlega. Marengsblöndurnar fara allar í sinn hvorn sprautupokann með mismunandi sprautustútum. Hringur er teiknaður á bökurnarpappír og marengsblöndunum sprautað á hringinn þar til búið er að þekja svæðið. Marengsinn er bakaður á blæstri ið 1 1/2 klst við 130°C hita.

    Fylling

    1. Rjóminn er þeyttur og settur í skál. Eplin og súkkulaðið er brytjað og blandað varlega saman við rjómann. Fyllingin er sett yfir marengsbotninn og kókósbollurnar settar yfir. Að lokum er efri marengsbotninn settur yfir.
    Leave a Reply

    Your email address will not be published.

    This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.