Það hittir alltaf í mark að reiða fram gómsæta marengstertu.
Það er eitthvað við marengsinn sem er svo heillandi. Hægt að leika sér með útlitið, liti og síðan eru endausir möguleikar með fyllinguna og skreytingarnar.
Eitthvað sem mér finnst henta í öllum veislum.
- Prep Time: 30h
- Cook Time: 1h 30m
- Total Time: 2h
- Serves: 10 manns
Ingredients
Marengsbotnar
- 8 stk eggjahvítur
- 400 g sykur
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- Matarlitur
Fylling
- 1/2 l rjómi - þeyttur
- 2 epli - brytjuð
- 150 g Toblerone
Instructions
Aðferð:
- Eggjahvíturnar eru þeyttar. Sykrinum blandað saman við smám saman þar til allt er stífþeytt. Lyftiduftinu er blandað varlega saman við í lokinn. Matarlit er penslað í sprautupokann, marengsblandan er sett í pokann. Hringur er teiknaður á smjörpappír, hringnum er skipt í 4 hluta til að finna miðjuna. Byrjað er að sprauta marengsnum í miðjunni og síðan farið hring eftir hring þar til búið er að fylla hringinn sem var teiknaður. Annar botninn þarf aðeins að vera með munstrinu í ysta hringnum, miðjan má sprauta eða gera að vild þar sem hann sést ekki. Botnarnir eru bakaði í 1 1/2 klst við 120 °C hita. Látnir bíða í ofninum yfir nótt ef það er hægt.
- Eplin eru brytjuð sem og toblerone-ið. Þessu blandað varlega saman við þeytta rjómann. Rjómafyllingin er sett ofan á neðri botinn og hinn settur yfir.