Snúðar eru eitt af mínu uppáhalds sætabrauði og virkilega gaman að leika sér með deigið. Hér er á ferðinni hefðbundin snúðauppskrift með kanilsykri og vanillukremi á milli.
Snúðarnir eru settir í bökunarform, bakaðir og síðan er glassúr sett yfir. Algjör snilld og bragðið, vá.
- Cook Time: 30h
- Total Time: 2h
- Serves: 8
- Yield: 30 stk
Ingredients
snúðadeig:
- 200 ml mjólk
- 400 ml vatn
- 100 g smjör
- 15 g þurrger
- 4 tsk salt
- 1 msk sykur
- 1 kg hveiti
Vanillukrem
- 3 stk eggjarauður
- 50 g sykur
- dl mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1 1/4 msk hveiti
Glassúr
- 200 g flórsykur
- dl vatn
- 1 msk síróp
- msk brætt smjör
- 2 tsk vanilludropar
- matarlitur
- 2 msk kakó
Instructions
Gerdeig
- Vatn, mjólk og smjör er hitað þar til smjörið hefur bráðnað.
- Þurrgerinu er blandað saman við ásamt sykrinum og kardimommudropunum.
- Salt og hveiti er sett saman við og deigið hnoðað vel.
- Deigið látið lyfta sér í um 1 klst.
- Þegar deigið hefur tvöfaldað stærð sína er það flatt út, bræddu smjöri penslað yfir deigið, kanilsykri sáldrað yfir ásamt vanillukreminu.
- Deigið er rúllað upp og skorið í rúllur. Rúllurnar eru settar í bökunarmót og síðan bakaðar við 180 gráður í um 25 mínútur eða þar til snúaðarnir hafa tekið á sig ljósbrúnan lit.
- Snúðarnir eru smurðir með glassúr.
Vanillukrem:
- Mjólkin er sett í pott og hituð að suðu. Eggjarauðurnar, sykurinn, vanilludroparnir og hveitið er sett í skál og hrært vel saman. Mjólkinni hellt í mjórri bunu í skálina og hrært vel. Blandan er sett aftur í pottinn og hituð þar til hún hefur þykknað. Hafa í huga að hræra stöðugt í á meðan blandan þykknar. Vanillukremið er sett ofan á snúðadeigið áður en því er rúllað upp.