Skoða

Sykurmassagerð

Haribo sykurpúðar

Að okkar mati hafa Haribo sykurpúðarnir komið best út. Þeir eru þéttari í sér og bragðbetri. Við höfum einnig tekið eftir því að sykurmassinn verður auðveldari í meðhöndlun, klístrast ekki og rifnar ekki í sundur þegar hann er settur á kökurnar. Við mælum því með Haribo sykurpúðum í sykurmassann.

Athugið að sykurmassa má gera nokkru áður en unnið er með hann. Sykurmassinn geymist í 1 mánuð í kæli og mun lengur ef hann er frystur ca. 6 mánuði.

Haribo Sykurmassi

Uppskrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

* 175 g (1 poki) Haribo sykurpúðar
* 475  g Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann)
* 2-2,5  msk vatn
* 50 gr palmínfeiti eða kókósolía
* Gel-matarlitur

Aðferð:

Smyrjið áhöld og skál vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í glerskál  bræðið í örbylgjuofni í ca. 2 1/2 mín. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu.  Hrærið í blöndunni á 30 sek fresti.  Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og þessu hnoaðað saman í höndum eða í hrærivél. Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan.

1. Áhöld undirbúin:

Það er nauðsynlegt að smyrja skálar og áhöld með palmínfeiti áður en byrjað er.

Sykurpúðarnir bræddir:

Mjög gott að nota djúpa glerskál, smyrja hana með palmínfeiti og setja vatnið og sykurpúðana í skálina. Sykurpúðarnir eru bræddir í ca. 2 1/2 mínútu fer þó eftir styrk örbylgjuofnsins. Það þarf að hræra í sykurpúðunum á ca. 30 sek. fresti til að flýta fyrir bráðnuninni og til að koma í veg fyrir að þeir þenjist út í örbylgjuofninum. Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er matarliturinn settur út í og hrærður saman við blönduna. Blandan er hituð í 30 sek. til viðbótar til að hafa hana nógu heita þegar flórsykrinum er bætt saman við. Þegar sykurpúðarnir líta út eins og búðingur eru þeir bræddir að fullu.

Það er hægt að fara tvær leiðir að því að vinna sykurmassann:

Leið 1: Hnoða í höndunum

Mér finnst þessi leið henta mjög vel þar sem uppvask á skálum er minna.

Um leið og sykurpúðarnir eru bráðnaðir er flórsykri blandað saman við. Það er best að nota harða sleikju til blanda flórsykrinum saman við blönduna. Munið að smyrja sleikjuna með palmínfeiti. Fyrst er helmingnum af flórsykrinum blandað saman við bræddu sykurpúðana, hrært vel saman. Haldið áfram að bæta flórsykri við þar tl þið eruð komin með þétta blöndu. Þá er blandan sett á palmínsmurðan borðflöt með restinni af flórsykrinum undir. Hnoðið þar til þið getið tekið sykurmassann upp án þess að hann leki niður. Sykurmassinn á að haldast eins og klumpur þegar hann er tekinn upp.

Leið 2: Hrærivélin


Skref fyrir skref:


75 comments
  1. Sæl
    Ég er að fara að gera kastalaköku fyrir afmæli á laugardaginn. Afmælið er klukkan 17:00 og ég ætlaði að gera kökuna deginum áður. Er búin að gera alla litina og þeir eru í ísskáp. Afþví kakan er svo há þá kem ég henni ekki inn í ískáp. má hún standa á borði þar til hún er borin fram? Þarf ég að setja eitthvað yfir hana?
    kv.Elva

  2. Það er hægt að gera kökuna daginn áður og geyma hana á köldum stað eins og í skottinu á bílnum. Gætir líka tekið hillur úr ísskápnum ef þú getur hliðrað til. Gangi þér vel, spennandi verkefni.

  3. Er nauðsynlegt að það sé smjörkrem utan um kökuna? Má það ekki vera dökkbrúnt súkkulaðikrem eða litast þá hvítur sykurmassinn í gegn?

  4. hæhæ er að fara ð gera svona köku og á bara fljótandi matarliti ( ekki gel liti ) get ég nota þá ?
    kv Margrét 🙂

  5. Eg er busett erlendis og get hvergi fengid litargel i budunum herna. Er i lagi ad nota matarlit i vokvaformi??

  6. Enn ein spurningin – meira vesenid ad bua i Bretlandi. Eg get ekki fundid kokosoliu ne palmin smjor. Er eitthvad annad sem thid maelid med? Kaerar thakkir.


  7. er hægt að kaupa sykurmassa-blómaform í hagkaup og hvaða verslun þá ? 🙂

  8. HæHæ.
    Erum fjórar vinkonur að fara að gera þriggja laga sykurmassaköku fyrir kökukeppni og ég var að pæla er enginn munur á því að gera í hrærivél eða í höndunum ? og vitiði um kannski eitthvað sýnimyndband og hugmyndir?

  9. Gaman að heyra, sykurmassinn verður nokkuð svipaður hvort sem þið gerið hann í höndunum eða hrærivél. Munurinn er meira uppvask þegar hærivélin er notuð. Í dag notast ég eingöngu við hendurnar, nenni ekki að þvo upp margar skálar 🙂 Hér er myndband sem þið getið notast við, erum líka búnar að gera framhaldsmyndband. http://www.youtube.com/watch?v=PrhFo_tXgKE

    Gangi ykkur vel, væri gaman að heyra hvernig þetta heppnast hjá ykkur 🙂

  10. er alveg jafn gott að nota kókosolíu og palmínfeiti? ég er svo illa að mér í þessu að ég hef aldrei heyrt um palmínfeiti og veit ekkert hvar ég fæ svoleiðis en ég á kókosolíu frá Himneskri Hollustu, dugar það?

  11. Þetta hljómar ekki mjög flókið…
    Hvernig er svo unnið úr sykurmassanum? Flett út með kökukefli? Hversu þykkt? Og hvað dugar ein uppskrift fyrir? 30x 30 cm?
    Eruð þið með hugmynd hvernig hægt er að gera svartan sykurmassa?

  12. Hér er myndband þar sem við kennum hvernig meðhöndla á sykurmassann. Ein uppskrift dugar fyrir ca. 28-30 cm köku.

    Svartur sykurmassi er ekki sá auðveldasti en til að fá hann vel dökkan þarf að nota ca. 1 dós af matarlit í 1 uppskrift. Gott að minna aðeins vatnið til að vega upp á móti bleytunni.

  13. takk fyrir þetta !
    þetta gekk eins og í sögu nema ég gerði þetta í potti á hellu og virkaði vel og ég sá allan tíman hvað var að gerast í pottinum

  14. Sælar 🙂

    Ein spurning, ef ég geri massann fyrirfram og set inn í kæli, þarf ég að gera eitthvað sérstakt (t.d. hita hann) áður en ég flet hann svo út og set á köku (s.s. eftir geymslu í kæli)?

  15. Pingback: Einn massaður
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.