Skoða

Ruslabílakaka

Það er ekki á hverjum degi sem maður fæst við verkefni líkt og þetta.  Sonurinn minn sem er 4ra ára elskar ruslabíla sem varð til þess að við mömmur.is ákváðum að gera ruslabílakökuna fyrir hann í tilefni af afmælinu hans.

Bíllinn þurfit að vera mjög nákvæmur þar sem drengurinn er með alla hluti á hreinu sem tengjast rulsabílum. Við notuðum því leikfangajrulsabíl sem fyrirmynd og reyndum að líkja þannig eftir honum.

Við notuðum tvær ofnskúffustærðir af súkkulaðiköku og smjörkrem til að setja á milli laga og utan um kökuna. Hvítur sykurmassi var flattur út og notaður til að þekja grunninn á kökunni. Línur og skraut á kökunni var gert og límt á kökuna áður en hún var spreyjuð með bláu matarlitaspreyi.

Svörtu hlutirnir á kökunni eins og dekkin, standpallurinn og ruslatunnan eru gerð úr tilbúnum svörtum fígúrumassa.

Það getur verið snúið að þekja holur með sykurmassa. Ég set því sykurmassabót í holuna áður en ég set sykurmassann alveg yfir kökuna.

Línurnar eru skornar út með sykurmassaskera og límdar með sykurmassalími.

Matarlitasprey eru æði þegar kemur að því að fá fallega áferð á kökurnar án mikillar fyrirhafnar.

Elska þennan skera en ég er búin að eiga hann í fjölmörg ár.  Hann hjálpar til við að skera mjög sérhæfða hluta sykurmassans.

 

Tíglalaga stimpilmót er snilld til að búa til munstur t.d. í dekk.  Mót sem þetta býður upp á mikla möguleika í skreytingum.

Hér notaði ég plaststykki úr límbandsrúllu en það er vel hægt að nota ýmislegt sem tilfellur á heimilinu. Muna bara að þrífa hlutina vel.

4ra ára Ruslabílakrúttari sem var svo ánægður með kökuna sína!

5 comments
  1. Er hægt að kaupa svona kökuskreytingarmót í hagkaup, og hvaða verslun þá ? annars æðisleg kaka 🙂

  2. Æðisleg kaka! Rosalega flott útfærð og vel gerð. Bláa spreyið kemur líka einstaklega vel út 🙂

  3. Mér finnst þessi ótrúlega flott og hef hugsað mér að gera hana fyrir fyrsta afmæli ömmustráksins míns:)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts