Skoða

Um mig

Velkomin á síðuna mína mömur.is þar sem ég deili með ykkur ástríðu minni fyrir öllu því sem tengist kökum, veisluhöldum og öðru skemmtilegu.

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir, 39 ár kennari. Árið 2008 fékk ég þá brjáluðu hugmynd að stofna heimasíðu þar sem ég gæti deild með öðrum reynslu minni í kökuheiminum.

Hjördís_Dögg_Grimarsdottir

Á þeim tíma þegar hugmyndin um heimsíðu kom upp hefði ég ekki getað ímyndað mér hvert síðan myndi leiða mig enda aðeins um áhugamennsku að ræða.

Hjólin fóru fljótt að snúast og hef ég starfað með mörgu frábæru fólki á þessum tíma.  Ég hef gert kökhugmyndir fyrir hin ýmsu tímarit, komið fram í sjónvarpi og netinu ásamt því að taka þátt í verkefnum sem tengjast bíómyndum og skemmtmilegum tilefnum hjá fyrirtækjum/einstaklingum.

Í nokkur ár hef ég unnið með vörumerkinu Betty Crocker á Íslandi og verið andlit vörunnar, kynnt þær ásamt því að gera hugmyndir á vefinn þeirra og leika í auglýsingum frá þeim. Þvílík reynsla sem það hefur gefið mér.

Endilega hafið samband við mig á netfangið mitt ef þið hafið fyrirspurnir: hjordis@mommur.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.