Skoða

Kjúklingaspjót með sinnepsmareneringu

Kjúklingaspjót

-samstarf-

Kjúklingaspjót
Kjúklingaspjót eru tilvalin við hin ýmsu tilefni. Hægt að bera fram heit og köld og passa einstaklega vel með hvítlaukssósu. Þessi uppskrift er einföld og virkilega bragðgóð.
Kjúklingaspjót
Sinnepið gerir mareneringuna virkilega bragðgóða.
kjúklingaspjót
Hentar mjög vel að kaupa lundir þegar kjúklingaspjót eru búin til.
Kjuklingaspjot
Kjúklingurinn er látinn marenerast í nokkrar klukkustundir en mjög gott ef það er hægt yfir nótt í lokuðu íláti.
Kjúklingurinn er grillaður í um 20 mínútur á grillinu við miðlungs hita eða þar til kjötið er steikt í gegn.

Uppskrift:

  • 800 g kjúklingakjöt
  • 2 dl blasamikedik
  • 1/2 dl hvítlauksolía frá Sacla
  • 50 ml appelsínusafi
  • 4- 5 msk dijon hunangssinnep frá Maille
  • 2 msk grófkorna sinnep frá Maille
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 2-3 msk hvítlaukssalt
  • 2 tsk pipar
  • 2 msk paprikukrydd

Aðferð:

  1. Helltu blasamikediki í skál ásamt hvítlauksolíu, appelsínusafa, hvítlauk og sinnepi.
  2. Hrærðu öllu vel saman.
  3. Kryddaðu kjúklinginn með hvítlauksalti, pipar og paprikukryddi.
  4. Helltu mareneringunni yfir kjúklinginn, veltu honum vel upp úr henni.
  5. Settu lok yfir ílátið eða annað sem hentar og leyfðu kjúklingunum að marenerast í nokkrar klukkustundir.
  6. Stilltu grillið á miðlungshita og grillaðu kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn ca. 20 mínútur. Það má einnig elda kjúklinginn við 180°C gráður í ofninum í svipað langan tíma.
  7. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grillpinnum stungið í hann.
  8. Borið fram með hvítlaukssósu.
Related Posts