Skoða

Pítsasnúðar

Pítsasnúðar hitta alltaf í mark við hvaða tilefni sem er

Þar sem aðstoðarbakari mömmur.is vildi ólmur fá að taka þátt í bakstrinum þá var ákvaðið að draga fram Stóru köku og brauðbók Disney og velja hentuga uppskrift fyrir yngri kynslóðina.

 

(myndin er fengin af vefsíðunni: edda.is )

Í bókinni er fullt af girnilegum uppskriftum sem ég mæli með að fólk prófi sig áfram með og skemmtilegast er að hafa krakkana með í ferlinu.

Æðisleg uppskrift sem allir ættu að geta framkvæmt:

Pítsusnúðar Grænjaxlanna varð fyrir valinu (bættum þó Oregano við hana)

Hráefni:

1/2 l mjólk

100 g smjör

1 msk þurrger

60 g sykur

800 g hveiti

1 msk salt

1/2 tsk oregano (Pottagaldrar í uppáhaldi)

Aðferð:

Hitið saman mjólk og smjör þar til það nær um 37 gráða hita.  Hellið í stóra skál og sáldrið gerinu út í. Blandan látin bíða í smá stund. Oregano er sáldrað yfir vökvann og síðan er öllu öðru hráefni  bætt saman við og blandan hnoðuð vel. Deigið er sett í skál og látið lyfta sér í ca. 40 mínútur. Þegar deigið hefur tvöfaldast er það tekið úr skálinni, flatt út og fyllingin sett á deigið. Snúðarnir eru látnir lyfta sér í 30 mínútur en síðan bakaðir í ca. 20 mínútur við 200 gráða hita.

Fylling: (hver og einn velur það sem hann vill hafa á sínum snúðum) 

Pítsasósa

Skinka

Ostur

Spennandi verkefni framundan. Mjólkin og smjörið hitað og þurrefnin gerð tilbúin.

Best að fara með skálina á hlýjan og góðan stað…

Deigið búið að lyfta sér vel

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts