Skoða

Marsipansnúðar

Marsipanfylltir snúðar með súkkulaðispænum og glassúr

300 gr Kornax hveiti

1 pk þurrger

25 gr sykur

1/2 tsk salt

1 dl mjólk

80 gr smjör brætt

1 stk egg

Aðferð:

Þurrefnin sett í skál. Mjólkin hituð þar ti hún er rétt volg og  smjörið brætt. Þessu hrært saman ásamt egginu og blandað saman við þurrefnin.  Passa að þetta sé ylvolgt. en ekki of heitt. Látið lyfta sé í c.a 45 mín eða þar til deigið hefur u.þ.b. tvöfaldast.  Rúllið deiginu út í c.a. 20 X 40 cm.  Smjörið brætt og smurt yfir deigið, marsipanið rifið yfir og perlusykri stráð jaft yfir og rúllað upp, skorið í sneiðar  (c.a. 25 sneiðar) og sett á bökunarpappír á plötu. Látið snúðana hefast í c.a. 30 – 40 mín. Bakað við 180°C í c.a 8 – 12 mín. Súkkulaði  eða rifið Odense Blöd Nougat raspað yfir snúðana heita og skreytt með glassúr sem er sprautað fallega yfir.

Marsipanfylling:

100 gr Odense marsipan

40 gr smjör

70 gr perlusykur

Aðferð:, Smjörið brætt og smurt yfir deigðið, marsipan rifið og stráð jafnt yfir deigið ásamt perlusykrinum..

Glassúr:

100 gr flórsykur

1 – 2  msk vatn.

Aðferð: Hrært saman og sett í sprautupoka og sprautað yfir snúðana.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts