Skoða

Skinkuhorn

Skinkuhorn hafa löngum verið vinsæl veiting í veisluna.

Uppskrift:

650 ml volgt vatn
20 g þurrger
2 msk sykur
2 msk olía
2 tsk salt
1 kg hveiti

Fylling:

Skinka
Skinkumyrja
Beikonostur
Rifinn ostur

Aðferð:

Blandið volgu vatni og geri saman. Olíunni og sykrinum er blandað saman við. Að lokum er saltinu og hveitinu bætt smám saman við blönduna. Hrærið saman og hnoðið þar til deigið er slétt.
Deigið er látið lyfta sér í ca. 1 klst síðan er það flatt út og þríhyrningar mótaðir með t.d. pítsuskera. Fyllingin er sett í miðjuna á þríhyrningunum og síðan er honum rúllað upp í horn.
Hrærið einu eggið við smá mjólk og penslið hornin með blöndunni. Birkifræjum er síðan sáldrað yfir hornin. Hornin eru látin lyfta sér í ca. 10 mínútur. Bakið síðan við 200°hita í 10 – 15 mínútur.

5 comments
  1. Er því miður ekki með nákvæmt hvað koma mikið af hornum út úr þessari uppskrift, svo misjafnt hvað fólk gerir stór horn.

    Ég myndi giska á ca. 30 stk

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts