Skoða

Skinkukoddar

IMG_6063A

Það er gaman að leika sér með gerdeigið.  Hér er ný útgáfa af hinum sívinsælu skinkuhornum,  skinkukoddar -litlir ferningar með skinkumyrju, osti og skinku á milli.

Uppskrift: 

650 ml volgt vatn
20 g þurrger
2 msk sykur
2 msk olía
2 tsk salt
1 kg hveiti

Fylling:

Skinka
Skinkumyrja
Rifinn ostur

Aðferð:

1. Blandið volgu vatni og geri saman.

2. Olíunni og sykrinum er blandað saman við.

3. Að lokum er saltinu og hveitinu bætt smám saman við blönduna.

4. Hrærið saman og hnoðið þar til deigið er slétt.

5. Deigið er látið lyfta sér í ca. 1 klst síðan er það flatt út, fylling sett með reglulegu millibili á helming deigsins.

6. Sá helmingur deigsins sem er ekki með fyllingu er lagður yfir hinn hleminginn.

7. Deigið er síðan skorið í ferninga með hálfmánaskera eða kleinujárni þannig að  fylling sé í miðjunni á hverjum ferningi.

8. Hrærið einu eggið við smá mjólk og penslið koddana með blöndunni. Sesamfræjum er síðan sáldrað yfir.  Skinkukoddarnir eru látin lyfta sér í ca. 15-20 mínútur.

9. Bakað við 200°hita í 10 – 15 mínútur.

 

 

 

Related Posts