Skoða

Bergbys brauðterta

Brauðterta sem slær öllu við

Uppskrift:
4 fín rúllutertubrauð
Pestófylling:
2 dósir sýrður rjómi
4-5 tsk pestó með sólþurkuðum tómötum
6-7 msk mayonnaise
Aðferð: Öllu hrært saman í skál og sett til hliðar.

Á milli brauðtertubrauðanna:
Pestófylling
Pestó með sólþurkuðum tómötum
1 askja skinkumyrja
Bergbys sinnep
Iceberg
1 bréf hunangsskinka
Rifinn ostur
Sítrónu mayonnaise
Sýrður rjómi

Samsetning:

Lag 1: Pestófylling er smurð yfir fyrsta lagið af brauðtertubrauðinu.  Bergbys sinnep er sprautað yfir og brytjaðir hunangsskinkubitar þar ofan á. Kál er sett yfir skinkuna og Bergbys sinnep yfir kálið.  Skinkumyrja smurð undir næsta lag af brauðtertubrauði.

Lag 2: Pestó er smurt yfir næsta lag af brauðtertubrauði og osti sáldrað yfir. Pestófylling er smurð undir næsta lag af brauðtertubrauði.

Lag 3: Skinkumyrja er smurð yfir þriðja lagið af brauðtertubrauði. Bergbys sinnep er sprautað yfir, brytjaðir hungangsskinubitar og rifinn ostur yfir sinnepið . Kál er sett yfir og Bergbyssinnepið sprautað yfir það.  Undir efsta lagið af brauðtertubrauði er pestófylling smurð yfir.

 

Lag 4: Sítrónu mayonnaise og 18 % sýrður rjómi  hrært saman og smurt yfir efsta lagið af brauðtertubrauðinu og á allar  hliðar.

Brauðtertuskreyting:
Skinka
Ostur
Gúrka
Aðferð:
Brauðtertan er smurð með sítrónu mayonnaise blöndunni og skreytt með skinku, gúrku og osti sem skorið er út sem blóm, hringir og fiðrildi.  Sérstök mót eru notuð til að skera út formin en þau fást í vefverslun.mommur.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts