Skoða

Piparkökuhúsa uppskrift

Uppskrift:

200 g smjörlíki

200 g  Dan sukker púðursykur

2 dl síróp

1/5 tsk engifer

2 msk kanill

1/2 tsk negull

1 msk natron

1 stórt egg

1/2 tsk lyftiduft

700 -750 g hveiti

Aðferð:

Allt sett í pott nema egg og hveiti. Hitað og hrært stöðugt í þar til suðan kemur upp. Potturinn tekinn af hellunni og egg og hveiti sett út í.  Deigið er hnoðað upp og flatt út. Nauðsynlegt að fletja út þegar deigið er volgt.  Að lokum eru skornar út piparkökur með mótum.

Fígúrurnar eru bakaðar í 10-12 mínútur við 180°C hita

Ef ætlunin er að hafa plöturnar dökkbrúnar er gott ráð að setja súkkualaðisíróp út í deigið .

Glassúr:

Uppskrift:

  • 2 stórar eggjahvítur
  • 2 2/3 bolli sigtaður flórsykur
  • Nokkrir dropar af sítrónusafa
  • Gel matarlitur

Aðferð:

1. Eggjahvítum og 1 1/3 bolli flórsykrinum er hrært saman með t.d. gaffli.

2. Restinni af flórsykrinum er þeytt saman við  með handþeytara þar til blandan er orðin stífþeytt. Stundum þarf að bæta flórsykri saman við til að gera blönduna þykkari.

3. Nokkrum dropum af sítrónusafa er hrært saman við.

4. Ef þú ætlar að hafa kremið með lit er matarliturinn settur saman við.

Ef þér er illa við að nota hráar  eggjahvítur þá er hægt að hita blönduna í örbylgjuofni í ca. 30-40 sek.  Blandan má ekki verða heitari en 80°C.

Það er mjög gott ráð að setja raka tusku yfir skálina sem glassúrinn er geymd í.

Nú er hægt að sprauta blöndinni á smákökurnar, piparkökurhúsið eða það sem þú ætlar að nota það í. Hægt að gera með skreytingarpenna, plastpoka með örlitlu gati eða kramarhúsi.

 

3 comments
  1. Hæ hæ

    Er best að nota sykurbráð til að festa húsið saman? Hafið þið einhver snilldarráð um hvernig best er að bera sig að í þessum málum…

    kv. Árný

  2. Að mínu mati kemur langbest út að nota Kóngabráð (flórsykur, eggjahvítur) sem lím. Þannig verða brúnirnar sléttar og fallegar. Margir nota súkkulaðihjúp og aðrir sykurbráð. Sykurbráðin er vandasömust vegna þess að blandan verður svo svakalega heit, oft getur verið erfitt að stjórna hvert bráðin fer.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts