Skoða

Bananabrauðkaka

Mér hefur alltaf þótt banabrauð spennandi. Gleymi því ekki þegar ég smakkaði það fyrst, féll fyrir því á sömu stundu.

Þegar ég á banana sem orðnir eru “vel”þroskaðir er tilvalið að skella í brauð.
Ég prófaði þessa uppskrift í dag, það sem er öðruvísi en ég er vön að gera eru súkkulaðidroparnir.  Þeir gera brauðið líkara köku.

Uppskrift:

1 1/2 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

Salt á hnífsoddi

1/2 tsk kanill

1 msk kakó

1 bolli súkkulaðidropar

120 g ósaltað smjör

1 bolli sykur

2 stór egg

1 tsk vanilludropar

3 bananar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.

1. Hveiti, lyftiduft, matarsódi,  salt, kanill og kakó  er sett saman í skál og geymt til hliðar.

2. Súkkulaðidorparnir eru mældir og geymdir í skál, gott að setja ca. 1 msk af hveiti yfir súkkulaðið.

3. Smjörið og sykurinn er þeyttur saman ásamt vanilludropunum. Eggjunum bætt út í, hrært vel á milli eggja.

4. hveiti blöndunni og súkkulaðidropunum er blandað saman við, hrært varlega saman.

5. Deigið er sett í smurt mót og bakað í 1 klst við 180 gráða hita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts