Skoða

Hamborgaraveisla

 

IMG_0214

Það er alltaf gaman að aðlaga veisluna að þeim sem hún er haldin fyrir, í þessu tilfelli fermingarbarnið.  Það er því gaman að bjóða upp á veitingar sem barninu finnst bestar.

Smáborgarar frá Hamborgarafabrikkunni er frábær kostur en hamborgarar eru oftar en ekki ofarlega á listanum hjá unglingunum.  Það er vel hægt að hafa smáborgarana eina og sér en hægt er að velja um 6 tegundir, allir ættu því að fá borgara við hæfi.  Einnig er hægt að hafa smáborgarana sem hluta af smáréttaveislu.

IMG_2798

Meðlætið er ekki flókið en franskar henta vel ásamt salati og sósum.

Smáborgararnir koma á bökkum, 30 stykki á bakkanum og búið að stinga fallegum pinnum í miðjuna.  Sósur fylgja með.

IMG_0322

Það er mjög gott að panta tímanlega en það er einnig tekið við pöntunum með dags fyrirvara.  Smáborgararnir eru afgreiddir sama dag og veislan er.

Kosturinn við smáborgarana í veislu er að að það þarf ekki að hita þá upp nema að fóki kjósi það. Þeir bragðast vel líka kaldir.

Þeir sem vilja hafa þá volga þegar þeir eru bornir fram, geta hita þá örlítið í ofni. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að kál og annað grænmeti verið blautt og leiðinlegt því smáborgararnir koma ekki með grænmeti.  Mér finnst það mikill kostur. Fyrir þá sem vilja bjóða upp á grænmeti með geta því skorið það niður og sett í skálar til hliðar.

Tvær gerðir af sósum fylgja með en þannig getur hver gestur valið hvaða sósu hann vill á sinn borgara. Algjörlega frábært þar sem smekkurinn er misjafn.

Smáborgararnir eru afgreiddir á svörtum bökkum með loki. Mjög hentugt í flutningi og hægt að nota bakkana til að bera fram í veislunni.

IMG_0302

IMG_0353

Þetta er greinlega allt útpælt hjá Hamborgarafabrikkunni og reynt að hafa viðskiptavininn og þarfir hans að leiðarljósi við framleiðsluna.

Meðlæti geta verið á alla vegu eftir höfði hvers og eins en það er ekki komist hjá því að benda á fanskar kartöflur. Bæði er hægt að kaupa tilbúnar franskar og bera fram í veislunni, hita franskar sjálfur í ofni eða nota hinar vinsælu Pik nik franskar.

Smaborgari

Sonur minn er að fara að fermist í ár og eftir vangaveltur um hvað hann myndi vilja bjóða upp á veislunni valdi hann að hafa smárétti í veislunni sinni. Smáborgarar voru ofarlega á listanum.  Hann fékk því að  smakka nokkrar tegundir komst hann að þeirri niðurstöðu að þessar þrjár tegundir af smáborgurum þótti honum bestar. Fyrir valinu varð því Fabrikkuborgari, Stóri Bó og svínloka.

IMG_2816

Hann var hæst ánægður og sagði um leið og hann var farinn að smakka, “Vá, hvað þetta er gott”  og hver smáborgarinn á fætur öðrum rann ljúft niður.

Mér finnst valið hans frábært og við erum ánægð að geta boðið upp á eitthvað sem fermingarbarninu finnst einmitt svo gott enda er þetta hans veisla.

Það gleður mig að segja ykkur frá 10%afslætti ef skrifað er mömmur.is í athugasemdum þegar pantaðir eru smáborgarar í febrúar.  

Afslátturinn kemur fram þegar smáborgararnir eru sóttir.  

IMG_2798

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hamborgarafabrikkuna.

 

Related Posts